Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 30. júní 2022 08:57 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Joko Widodo, forseti Indónesíu, funduðu saman í Moskvu í dag. Contributor/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira