Mátti ekki taka bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 15:05 ÁTVR mátti ekki fjarlægja Faxe Witbier og Faxe IPA úr bjórkælum sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira