Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:44 Robert E. Crimo mætti í dómsal í gegnum fjarfundarbúnað í dag og var beiðni hans um lausn gegn tryggingu hafnað. Ap Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56