Zion ætlar ekki að bregðast neinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 16:01 Zion Williamson fékk fínasta samning hjá Pelicans. Hann ætlar ekki að bregðast sjálfum sér né neinum öðrum. Getty Images/Jonathan Bachman Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira