4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 13:01 Yfirvöld og dýraverndarsamtök freista þess nú að finna heimili fyrir hundana. Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira