Rússar vilja meira en Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Stefani Reynolds Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu. Lavrov sagði einnig í viðtali við Margarita Simonyan, yfirmann rússneska ríkismiðilsins RT, að ef Úkraínumenn fengju fleiri langdræg vopn myndu Rússar þurfa að hertaka enn stærri hluta Úkraínu. Rússar gætu ekki sætt sig við að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða hver sem tæki við af honum ætti vopn sem hægt væri að skjóta að yfirráðasvæði Rússlands og þeirra sambandsríkja sem til stendur að stofna í Úkraínu. „Forsetinn sagði þetta skýrt,“ sagði Lavrov samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Af-nasistavæðing, eða af-hervæðing að því leyti að það sé engin ógn gegn öryggi okkar, hernaðarógnun frá yfirráðasvæði Úkraínu, þetta verkefni er enn til staðar.“ Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Stefna á innlimun Ummerki þess að Rússar ætli sér að reyna að innlima Kherson og Zaporozhye hafa verið bersýnileg um nokkuð skeið en rússneskar hersveitir stjórna stærstum hluta beggja héraðanna. Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Þá hafa fregnir reglulega borist af því að Rússar ætli sér að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu á þessum svæðum um að þau verði innlimuð í rússneska sambandsríkið. Hét því að hernema ekki hluta Úkraínu Nærri því fimm mánuðir eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, þann 24. febrúar, og þá með því yfirlýsta markmiði að „frelsa“ Úkraínumenn undan oki nasista og brjóta herafla Úkraínu á bak aftur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því að Rússar ætluðu sér ekki að hernema hluta af Úkraínu en hann hafði skömmu fyrir innrásina samþykkt stofnun tveggja alþýðulýðvelda aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas svæðið. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum sögðu þessar ástæður vera þvælu og hafa lýst innrásinni sem landvinningastríði og ber hún ummerki þess. Fyrst gerðu Rússar atlögu að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og bárust fregnir af því að málaliðar hefðu verið sendir til að ráða Selenskí af dögum. Rússar hörfuðu þó frá svæðinu við Kænugarð og varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsti því yfir þann 25. mars að fyrsta hluta hinnar „sértæku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu, eins og Rússum er gert samkvæmt lögum að kalla innrásina, væri lokið. Rússar myndu nú einbeita sér að Donbas. Tæpum fjórum mánuðum síðar hafa Rússar náð tökum á Luhansk en eiga langt í land með að ná Donetsk. Víðast hvar þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir verið sakaðir um stríðsglæpi, fjöldamorð og mannréttindabrot. Nefndi HIMARS sérstaklega Í viðtalinu sakaði Lavrov Vesturlönd um að dæla vopnum í Úkraínu og reyna þannig að gera ástandið í Úkraínu eins slæmt og mögulegt er. Rússar hafa áður haldið því fram að Vesturlönd eigi í óbeinu stríði við Rússa í gegnum Úkraínu, með því að útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að verjast innrás Rússa. Lavrov nefndi HIMARS-eldflaugakerfin sérstaklega. Þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, lýsti því nýverið yfir við einn af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Bandaríkjamenn myndu senda fjögur HIMARS-kerfi til viðbótar til Úkraínu. Þá hafa Bandaríkin sent, eða ætla að senda, alls sextán slík vopnakerfi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira
Lavrov sagði einnig í viðtali við Margarita Simonyan, yfirmann rússneska ríkismiðilsins RT, að ef Úkraínumenn fengju fleiri langdræg vopn myndu Rússar þurfa að hertaka enn stærri hluta Úkraínu. Rússar gætu ekki sætt sig við að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða hver sem tæki við af honum ætti vopn sem hægt væri að skjóta að yfirráðasvæði Rússlands og þeirra sambandsríkja sem til stendur að stofna í Úkraínu. „Forsetinn sagði þetta skýrt,“ sagði Lavrov samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Af-nasistavæðing, eða af-hervæðing að því leyti að það sé engin ógn gegn öryggi okkar, hernaðarógnun frá yfirráðasvæði Úkraínu, þetta verkefni er enn til staðar.“ Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Stefna á innlimun Ummerki þess að Rússar ætli sér að reyna að innlima Kherson og Zaporozhye hafa verið bersýnileg um nokkuð skeið en rússneskar hersveitir stjórna stærstum hluta beggja héraðanna. Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Þá hafa fregnir reglulega borist af því að Rússar ætli sér að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu á þessum svæðum um að þau verði innlimuð í rússneska sambandsríkið. Hét því að hernema ekki hluta Úkraínu Nærri því fimm mánuðir eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, þann 24. febrúar, og þá með því yfirlýsta markmiði að „frelsa“ Úkraínumenn undan oki nasista og brjóta herafla Úkraínu á bak aftur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því að Rússar ætluðu sér ekki að hernema hluta af Úkraínu en hann hafði skömmu fyrir innrásina samþykkt stofnun tveggja alþýðulýðvelda aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas svæðið. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum sögðu þessar ástæður vera þvælu og hafa lýst innrásinni sem landvinningastríði og ber hún ummerki þess. Fyrst gerðu Rússar atlögu að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og bárust fregnir af því að málaliðar hefðu verið sendir til að ráða Selenskí af dögum. Rússar hörfuðu þó frá svæðinu við Kænugarð og varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsti því yfir þann 25. mars að fyrsta hluta hinnar „sértæku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu, eins og Rússum er gert samkvæmt lögum að kalla innrásina, væri lokið. Rússar myndu nú einbeita sér að Donbas. Tæpum fjórum mánuðum síðar hafa Rússar náð tökum á Luhansk en eiga langt í land með að ná Donetsk. Víðast hvar þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir verið sakaðir um stríðsglæpi, fjöldamorð og mannréttindabrot. Nefndi HIMARS sérstaklega Í viðtalinu sakaði Lavrov Vesturlönd um að dæla vopnum í Úkraínu og reyna þannig að gera ástandið í Úkraínu eins slæmt og mögulegt er. Rússar hafa áður haldið því fram að Vesturlönd eigi í óbeinu stríði við Rússa í gegnum Úkraínu, með því að útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að verjast innrás Rússa. Lavrov nefndi HIMARS-eldflaugakerfin sérstaklega. Þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, lýsti því nýverið yfir við einn af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Bandaríkjamenn myndu senda fjögur HIMARS-kerfi til viðbótar til Úkraínu. Þá hafa Bandaríkin sent, eða ætla að senda, alls sextán slík vopnakerfi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira