„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 08:51 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Fangelsið er í bænum Olenivka í Donetsk héraði sem er á valdi Rússa og var fangelsið ætlað til vistunar á úkraínskum hermönnum sem Rússar höfðu tekið höndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur haldið því fram að Úkraínumenn beri alfarið ábyrgðina á sprengjuárásunum og að í þeim hafi verið notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Árásin sé svívirðileg ögrun. Ráðuneytið lýsir því jafnframt að á meðal hinna látnu fanga séu liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem varði Azov-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að sú herdeild sé skipuð nýnasistum. Nú hafa Úkraínumenn hins vegar kallað eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins á árásinni og vinnur Rauði krossinn nú að því að fá aðgang að rústum fangelsisins. Í gær birtu sjónvarpsstöðvar í Rússlandi myndir af rústum fangelsins þar sem, á meðal bragga og ónýtra járnrúma, mátti greina mannslíkama. Í ávarpi sínu kallaði Zelenzky Úkraínuforseti árásina kláran stríðsglæp. „Þetta var klár stríðsglæpur, framinn af ásetningi, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum,“ sagði Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Fangelsið er í bænum Olenivka í Donetsk héraði sem er á valdi Rússa og var fangelsið ætlað til vistunar á úkraínskum hermönnum sem Rússar höfðu tekið höndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur haldið því fram að Úkraínumenn beri alfarið ábyrgðina á sprengjuárásunum og að í þeim hafi verið notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Árásin sé svívirðileg ögrun. Ráðuneytið lýsir því jafnframt að á meðal hinna látnu fanga séu liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem varði Azov-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að sú herdeild sé skipuð nýnasistum. Nú hafa Úkraínumenn hins vegar kallað eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins á árásinni og vinnur Rauði krossinn nú að því að fá aðgang að rústum fangelsisins. Í gær birtu sjónvarpsstöðvar í Rússlandi myndir af rústum fangelsins þar sem, á meðal bragga og ónýtra járnrúma, mátti greina mannslíkama. Í ávarpi sínu kallaði Zelenzky Úkraínuforseti árásina kláran stríðsglæp. „Þetta var klár stríðsglæpur, framinn af ásetningi, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum,“ sagði Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira