Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2022 15:15 Mark Goddard/GettyImages 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira