Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 10:25 Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. „Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
„Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent