„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira