Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 13:23 Steven Seagal með Denis Pushilin, leiðtoga Lýðveldisins í Donetsk. Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira