Segist hafa átt eina erfiðustu viku lífs síns með Ezra Miller á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 15:32 Ezra Miller spilar með hljómsveitnni Sons of an Illustrious Father í London árið 2018. Getty/Burak Cingi Ung tónlistarkona sem kveðst hafa verið í sambandi með Ezra Miller á meðan hán dvaldi á Íslandi sakar Hollywood-stirnið um að hafa beitt sig sálrænu ofbeldi og skapað aðstæður sem minntu einna helst á sértrúarsöfnuð. Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“ Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“
Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41