Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 14:51 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf., voru með þeim launahærri hjá hinu opinbera í fyrra. Vísir/Vilhelm/Egill Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira