Léttum á læknunum Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun