Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 13:40 Lítið vatn er í ám víða um Kína. AP/Olivia Zhang Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent. Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent.
Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49