Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 23:53 Alexander Dugin er umdeildur. Skjáskot/60 Minutes Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent