Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 21:06 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Sjá meira
Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Sjá meira
Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52