Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2022 06:36 Rússar náðu kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia á sitt vald í mars, en harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar. AP Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22
Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00