Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24