Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 11:50 Þótt Úkraínumenn sæki nú fram í suðurhluta Úkraínu gera Rússar enn stöðugar árásir í austurhluta landsins. Hér má sjá konur leita skjóls í kjallara undan stöðugum eldflaugaárásum Rússa á bæinn Sloviansk skammt frá borginni Kramatorsk í Donetsk héraði. AP//Leo Correa Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17