Íhugaði sjálfsvíg eftir meiðslin og móðurmissinn Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:30 Wall gekk í gegnum erfiða tíma í kórónuveirufaraldrinum en segir það hafa styrkt sig. Michael Reaves/Getty Images John Wall, leikmaður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni vestanhafs, segir síðustu þrjú ár hafa verið sér afar erfið. Hann glímdi við þrálát hásinarslit og missti fjölskyldumeðlimi í kórónuveirufaraldrinum. Wall þótti gríðarmikið efni þegar hann kom inn í NBA-deildina með Washington Wizards árið 2010 en hann var valinn í úrvalslið nýliða á sinni fyrstu leiktíð og þá var hann kjörinn í Stjörnuleikinn fimm sinnum, árin 2014 til 2018. Síðustu ár hafa aftur á móti reynst erfið. Hann hefur aðeins leikið 40 leiki á síðustu þremur árum vegna meiðsla. Hann opnaði sig nýverið um hversu erfið síðustu árin í kórónuveirufaraldrinum hafa reynst honum. „Þetta er dimmasti dalur sem ég hef þurft að feta,“ sagði Wall. „Á einum tímapunkti íhugaði ég að enda líf mitt. Ég meina, það að rífa hásin, veikindi móður minnar, fráfall móður minnar, amma mín dó ári seinna, og allt var þetta í miðjum kórónuveirufaraldri, og á sama tíma fór ég með mömmu í lyfjameðferð, ég sat hjá móður minni þegar hún dró sinn síðasta andardrátt, verandi í sömu fötunum þrjá daga í röð liggjandi á sófanum við hlið hennar,“ Frances Pulley, móðir Wall, lést í desember 2019, 58 ára að aldri eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Amma hans lést árið eftir og Wall tókst á við hásinarmeiðsli sín á sama tíma. Hann segist hins vegar hafa getað hallað sér á sterkt stuðningsnet, þar á meðal liðsfélaga sína, barnsmóður sína og syni hans tvo. „Ef ég lít til baka hugsa ég: Ef ég kemst í gegnum þetta, get ég yfirstigið allt í lífinu,“ segir hann. And I mean ALWAYS!!!!!! Don't ever question it bro!! Proud of you @JohnWall https://t.co/KtDBmzvRgK— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 Wall hefur þá hlotið stuðning víða af eftir að hann opnaði sig um málið. Ofurstjarnan LeBron James sagði á samfélagsmiðlinum Twitter: „Við styðjum við þig, alltaf. Og ég meina ALLTAF! Aldrei setja það í efa vinur! Stoltur af þér,“ Wall segist þá vera ánægður að geta spilað körfubolta á ný og hlakkar til komandi leiktíðar með Clippers liðinu. NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Wall þótti gríðarmikið efni þegar hann kom inn í NBA-deildina með Washington Wizards árið 2010 en hann var valinn í úrvalslið nýliða á sinni fyrstu leiktíð og þá var hann kjörinn í Stjörnuleikinn fimm sinnum, árin 2014 til 2018. Síðustu ár hafa aftur á móti reynst erfið. Hann hefur aðeins leikið 40 leiki á síðustu þremur árum vegna meiðsla. Hann opnaði sig nýverið um hversu erfið síðustu árin í kórónuveirufaraldrinum hafa reynst honum. „Þetta er dimmasti dalur sem ég hef þurft að feta,“ sagði Wall. „Á einum tímapunkti íhugaði ég að enda líf mitt. Ég meina, það að rífa hásin, veikindi móður minnar, fráfall móður minnar, amma mín dó ári seinna, og allt var þetta í miðjum kórónuveirufaraldri, og á sama tíma fór ég með mömmu í lyfjameðferð, ég sat hjá móður minni þegar hún dró sinn síðasta andardrátt, verandi í sömu fötunum þrjá daga í röð liggjandi á sófanum við hlið hennar,“ Frances Pulley, móðir Wall, lést í desember 2019, 58 ára að aldri eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Amma hans lést árið eftir og Wall tókst á við hásinarmeiðsli sín á sama tíma. Hann segist hins vegar hafa getað hallað sér á sterkt stuðningsnet, þar á meðal liðsfélaga sína, barnsmóður sína og syni hans tvo. „Ef ég lít til baka hugsa ég: Ef ég kemst í gegnum þetta, get ég yfirstigið allt í lífinu,“ segir hann. And I mean ALWAYS!!!!!! Don't ever question it bro!! Proud of you @JohnWall https://t.co/KtDBmzvRgK— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 Wall hefur þá hlotið stuðning víða af eftir að hann opnaði sig um málið. Ofurstjarnan LeBron James sagði á samfélagsmiðlinum Twitter: „Við styðjum við þig, alltaf. Og ég meina ALLTAF! Aldrei setja það í efa vinur! Stoltur af þér,“ Wall segist þá vera ánægður að geta spilað körfubolta á ný og hlakkar til komandi leiktíðar með Clippers liðinu.
NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira