Engir menn voru um borð í geimfarinu heldur margvíslegar vísindatilraunir frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og bandarískum háskólum. Svo virðist þó sem að neyðarbúnaðurinn hafi virkað sem skyldi og farmur geimfarsins sé heill.
Búnaðurinn virkar þannig að hreyfill á geimfarinu fer í gang og aðskilur geimfarið frá eldflauginni á skotstundu. Þannig eiga geimför að bjargast ef eldflaugar springa í loft upp.
ABORT! New Shepard failed during first stage ascent. No crew on board. pic.twitter.com/B7JSvKtEya
— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) September 12, 2022
Geimfarið átti að fara að mörkum andrúmsloftsins og geimsins í um hundrað kílómetra hæð.
Þetta var í 23. sinn sem New Shepard eldflaug var skotið á loft en Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, hefur sex sinnum skotið mönnum út í geim, rétt svo.
Sjá einnig: William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar
Að þessu sinni hafði eldflaugin verið rúma mínútu á lofti þegar bilunin kom upp og neyðarkerfið fór í gang.
Horfa má á alla útsendingu Blue Origin í spilaranum hér að neðan. Hann er stilltur á að byrja þegar geimskotið misheppnaða hefst.