Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2022 15:56 Rannsókn er hafin á tildrögum óhappsins sem varð í skjóli nætur. Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu. 140 manna áhöfn var um borð í hrossamakríl frystitogaranum Tutungeni en togarinn hét áður Heinaste en hlaut nafnbreytingu eftir kaup Tunacor fisheries. Peya Hitula, framkvæmdastjóri Tunacor, sem gerir út Tutungeni, staðfestir í samtali við The Namibian að óheppilegt slys hefði orðið í svartaþoku í skjóli nætur. Skipin hafi þó blessunarlega ekki verið á hraðri siglingu þegar óhappið varð. „Áhafnir á hvoru skipi fyrir sig er heilar á húfi og ekkert manntjón varð. Það er hægt að gera við skemmda skipið,“ bætir Hitula við en á annarri hlið Tutungeni togarans er stærðarinnar gat eftir áreksturinn. Rannsókn á tildrögum óhappsins er hafin. Yfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste, nú Tutungeni, í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu eða í nóvember 2019. Í lok árs 2020 afléttu namibísk yfirvöld kyrrsetningu og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem rekið er í Namibíu. Heinaste komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV, Kjarnans og Kveiks um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna til landsins að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
140 manna áhöfn var um borð í hrossamakríl frystitogaranum Tutungeni en togarinn hét áður Heinaste en hlaut nafnbreytingu eftir kaup Tunacor fisheries. Peya Hitula, framkvæmdastjóri Tunacor, sem gerir út Tutungeni, staðfestir í samtali við The Namibian að óheppilegt slys hefði orðið í svartaþoku í skjóli nætur. Skipin hafi þó blessunarlega ekki verið á hraðri siglingu þegar óhappið varð. „Áhafnir á hvoru skipi fyrir sig er heilar á húfi og ekkert manntjón varð. Það er hægt að gera við skemmda skipið,“ bætir Hitula við en á annarri hlið Tutungeni togarans er stærðarinnar gat eftir áreksturinn. Rannsókn á tildrögum óhappsins er hafin. Yfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste, nú Tutungeni, í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu eða í nóvember 2019. Í lok árs 2020 afléttu namibísk yfirvöld kyrrsetningu og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem rekið er í Namibíu. Heinaste komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV, Kjarnans og Kveiks um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna til landsins að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48