„Það eru engar slíkar varanlegar undanþágur“ Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa 16. september 2022 07:01 Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun