Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 11:15 Gervihnattamynd af Pivdennoukrainsk-kjarnorkuverinu í Mykolaiv-héraði í Úkraínu frá því í maí 2022. AP/Planet Labs PBC Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50