Reiknað er með að allt að þriggja metra háar flóðbylgjur skelli á vesturströnd Mexíkó.
Engar fréttir hafa borist af skemmdum í Mexíkóborg en fréttaveitan Reuters hefur eftir Andrés Manuel López Obrador, forseta, að skemmdir hafi orðið á vesturströndinni og sýna myndir á samfélagsmiðlum mikið skemmdar byggingar.
Skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt eftir hádegi, að staðartíma, en á sama degi árin 1985 og 2017 áttu öflugir og mannskæðir skjálftar sér stað í Mexíkó. Þúsundir dóu árið 1985 og um 350 í skjálftanum árið 2017.
Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar, sem býr í Coalcoman, nærri upptökum jarðskjálftans segir hann hafa farið hægt af stað en staðið yfir mjög lengi. Hún sagði sprungur hafa myndast á byggingum og að miklar skemmdir hefðu orðið á sjúkrahúsi bæjarins.