Áhugaleysið uppmálað Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2022 15:30 Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar