Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 10:52 Dauði hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini hefur vakið mikla reiði í Íran. AP Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022 Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022
Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira