Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 22:16 Sveinn Margeir Hauksson er mættur í U21-landsliðshópinn sem leikur tvo leiki við Tékka um sæti á EM. vísir/Arnar KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira
Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01