Segir kjaftæði hjá Boston að setja þjálfarann í bann fyrir framhjáhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 13:31 Framtíð Imes Udoka hjá Boston Celtics er í óvissu. getty/Jim Davis Ákvörðun Boston Celtics að setja þjálfara liðsins, Ime Udoka, í bann fyrir samband við samstarfskonu hefur vakið mikla athygli. Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira