Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. september 2022 07:00 Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun