Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 10:42 Hilaree Nelson á göngu nærri þorpinu Samdo á leið sinni að Manaslu. Facebook/Hilaree Nelson Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra. Fjallamennska Nepal Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira