Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:08 Þórönnu Helgu voru dæmdar rúmar þrjátíu milljónir króna í miska- og skaðabætur í héraði. Vísir Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25