Lyman sýni að innlimunin sé farsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 10:17 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. „Úkraínski fáninn flýgur yfir Lyman,“ sagði Selenskí í ávarpi seint í gærkvöldi. Hann bætti við að á undanfarinni viku hefðu úkraínskum fánum fjölgað á Donbas-svæðinu og eftir viku yrðu þeir enn fleiri. „Fáni okkar verður alls staðar,“ sagði Selenskí. Ráðgjafi Selenskís segir Rússa hafa misst um 1.500 hermenn í Lyman. Þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar og þar að auki liggja engar upplýsingar fyrir um mannfall meðal Úkraínumanna. Selenskí sjálfur birti stutt myndband klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma, þar sem hann sagði Úkraínumenn hafa náð fullri stjórn á Lyman. Hingað til hefur verið óljóst hvort margir rússneskir hermenn hafi verið skildir eftir í borginni þegar rússneski herinn hörfðaði þaðan. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti formlega yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn. Það gerði hann í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í snatri eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Ráðamenn í Rússlandi og leppstjórar þeirra á hernumdum svæðum í Úkraínu segja nánast alla íbúa hafa valið innlimun í Rússland. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Í ávarpi sínu í gær sagði Selenskí að þessi atkvæðagreiðsla hefði verið sjónarspil Í fyrsta lagi hefðu flestir íbúar svæðisins flúið undan hersveitum Rússlands og margir af þeim sem urðu eftir greiddu atkvæði undir eftirliti rússneskra embættismanna og vopnaðra hermanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leppstjórar hans í Úkraínu á tónleikum í Moskvu á föstudaginn þar sem haldið var upp á innlumun Rússa á stórum hluta Úkraínu.AP/Sergei Karpukhin Sagðir hafa náð árangri í Kherson Fregnir hafa borist af því að Úkraínumönnum hafi einnig vegnað vel í Kherson-héraði í suðurhluta landsins á undanförnum dögum og sérstaklega í nótt. Úkraínumenn hófu umfangsmikla gagnárás gegn Rússum í héraðinu í sumar en í aðdraganda hennar eru Rússar sagðir hafa flutt margar af sínum reyndustu og bestu hersveitum á svæðið norður af Dniproá. Sókn Úkraínumanna þar er sögð hafa verið verulega kostnaðarsöm og víglínurnar hafa oft lítið hreyfst yfir löng tímabil. Þá hafa Úkraínumenn reynt að einangra rússneska hermenn á norðubakka Dnipro með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Nú hafa borist fregnir af því að Úkraínumönnum hafi tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa Á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af því hvernig staðan var í gær. Úkraínumenn eru sagðir hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í austurhluta Kherson og munu þeir hafa sótt til suðurs með Dniproá og frelsað nokkrar byggðir þar. Southern Axis Update:#Ukrainian military officials reiterated on October 1 that Ukrainian troops are continuing to conduct counter-offensive operations in #Kherson Oblast and setting conditions for future advances in various areas along the frontline.https://t.co/3w0ZUI6XUv pic.twitter.com/6kaf8ggxIS— ISW (@TheStudyofWar) October 2, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Úkraínski fáninn flýgur yfir Lyman,“ sagði Selenskí í ávarpi seint í gærkvöldi. Hann bætti við að á undanfarinni viku hefðu úkraínskum fánum fjölgað á Donbas-svæðinu og eftir viku yrðu þeir enn fleiri. „Fáni okkar verður alls staðar,“ sagði Selenskí. Ráðgjafi Selenskís segir Rússa hafa misst um 1.500 hermenn í Lyman. Þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar og þar að auki liggja engar upplýsingar fyrir um mannfall meðal Úkraínumanna. Selenskí sjálfur birti stutt myndband klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma, þar sem hann sagði Úkraínumenn hafa náð fullri stjórn á Lyman. Hingað til hefur verið óljóst hvort margir rússneskir hermenn hafi verið skildir eftir í borginni þegar rússneski herinn hörfðaði þaðan. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti formlega yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn. Það gerði hann í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í snatri eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Ráðamenn í Rússlandi og leppstjórar þeirra á hernumdum svæðum í Úkraínu segja nánast alla íbúa hafa valið innlimun í Rússland. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Í ávarpi sínu í gær sagði Selenskí að þessi atkvæðagreiðsla hefði verið sjónarspil Í fyrsta lagi hefðu flestir íbúar svæðisins flúið undan hersveitum Rússlands og margir af þeim sem urðu eftir greiddu atkvæði undir eftirliti rússneskra embættismanna og vopnaðra hermanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leppstjórar hans í Úkraínu á tónleikum í Moskvu á föstudaginn þar sem haldið var upp á innlumun Rússa á stórum hluta Úkraínu.AP/Sergei Karpukhin Sagðir hafa náð árangri í Kherson Fregnir hafa borist af því að Úkraínumönnum hafi einnig vegnað vel í Kherson-héraði í suðurhluta landsins á undanförnum dögum og sérstaklega í nótt. Úkraínumenn hófu umfangsmikla gagnárás gegn Rússum í héraðinu í sumar en í aðdraganda hennar eru Rússar sagðir hafa flutt margar af sínum reyndustu og bestu hersveitum á svæðið norður af Dniproá. Sókn Úkraínumanna þar er sögð hafa verið verulega kostnaðarsöm og víglínurnar hafa oft lítið hreyfst yfir löng tímabil. Þá hafa Úkraínumenn reynt að einangra rússneska hermenn á norðubakka Dnipro með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Nú hafa borist fregnir af því að Úkraínumönnum hafi tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa Á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af því hvernig staðan var í gær. Úkraínumenn eru sagðir hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í austurhluta Kherson og munu þeir hafa sótt til suðurs með Dniproá og frelsað nokkrar byggðir þar. Southern Axis Update:#Ukrainian military officials reiterated on October 1 that Ukrainian troops are continuing to conduct counter-offensive operations in #Kherson Oblast and setting conditions for future advances in various areas along the frontline.https://t.co/3w0ZUI6XUv pic.twitter.com/6kaf8ggxIS— ISW (@TheStudyofWar) October 2, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43
Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09