Harmar viðbrögð sonarins og fjölskyldu hans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 16:56 Margrét Þórhildur fagnaði fimmtíu árum sem Danadrottning í síðasta mánuði. EPA/Mads Claus Rasmussen Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent