Erlent

Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rússar segja þrjá hafa fallið í sprengingunni.
Rússar segja þrjá hafa fallið í sprengingunni. AP

Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 

Fram kemur í tilkynningu frá hryðjuverkavarnanefnd Rússlands að sprengingin hafi valdið eldi í sjö lestarvögnum sem innihéldu eldsneyti og að í kjölfarið hafi hluti brúarinnra fallið. Sprengjan sprakk þegar lest var á leiðinni yfir brúna. 

Að sögn nefndarinnar létust maður og kona sem voru í bifreið á leiðinni yfir og hafa líkamsliefar þeirra verið sóttar. Nefndin nefndi ekkert um meint þriðja fórnarlamb. 

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þá lýst því yfir að rússneskar hersveitir sem berjast nú í Mykolaív, Kryvyi Ríh og Zaporizhzhia héruðunum í suðurhluta Úkraínu geti fengið birgðir sendar landleiðina. Kerch brúin er eina opna flutningsleið Rússa inn í Úkraínu fyrir utan mun hættulegri landleið. 

Stjórnmálafræðingurinn Elizabeth Tsurkov vekur athylgi á því á Twitter að fyrir aðeins þremur mánuðum hafi Rússar haldið því fram að ómögulegt væri að ráðast á Kerch brúna. Það væri vegna tuttugu mismunandi virkra varna, þar á meðal höfrunga sem væru þjálfaðir í hernaði. 

Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Waters hefur þá teiknað upp mynd af þeim svæðum brúarinnar sem eyðilögðust í sprengingunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×