Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 06:56 Úkraínskir hermenn skoða rússneskar skotgrafir í Kherson. AP Photo/Leo Correa Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. „Við höfum hvatt alla íbúa Kherson héraðsins, ef þeir vilja, til að vernda sjálfa sig frá afleiðingum loftárása og fara til annarra héraða,“ sagði Cladimir Saldo, leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson í myndbandsávarpi í gær. Hann hvatti fjölskyldur með börn sérstaklega til að fara. Hann sagði tilboðið um vernd í Rússlandi standa íbúum vestur af Dnipro ánni sérstaklega til boða. Það ætti einnig við íbúa höfuðborgar héraðsins, sem er eina borgin sem Rússar hafa náð á sitt vald í heilu lagi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Gert var ráð fyrir að fyrstu íbúar Kherson færu að koma til Rostov héraðsins í Rússlandi í morgunsárið samkvæmt frétt TASS, eins ríkismiðils Rússlands. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Við höfum hvatt alla íbúa Kherson héraðsins, ef þeir vilja, til að vernda sjálfa sig frá afleiðingum loftárása og fara til annarra héraða,“ sagði Cladimir Saldo, leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson í myndbandsávarpi í gær. Hann hvatti fjölskyldur með börn sérstaklega til að fara. Hann sagði tilboðið um vernd í Rússlandi standa íbúum vestur af Dnipro ánni sérstaklega til boða. Það ætti einnig við íbúa höfuðborgar héraðsins, sem er eina borgin sem Rússar hafa náð á sitt vald í heilu lagi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Gert var ráð fyrir að fyrstu íbúar Kherson færu að koma til Rostov héraðsins í Rússlandi í morgunsárið samkvæmt frétt TASS, eins ríkismiðils Rússlands. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30
Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19