Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook.
Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu.
Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést.
Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O
— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022
„Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á.
Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna.
„Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar.