Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 14:46 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins. Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins.
Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53