Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 14:46 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins. Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins.
Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53