Rússar að missa tökin á Kherson: Skilja eftir sig íbúa án matar, vatns og rafmagns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. október 2022 00:24 Frá mannlífi í bænum Kostyantynivka í Donetsk héraði. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að hafa áformað að sprengja upp vatnsaflsstíflu skammt frá borginni. Getty Rússar eru að missa tökin á stríðshrjáðu Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Flótti hefur verið frá borginni frá því að Úkraínumenn skipuðu íbúum að koma sér þaðan tafarlaust vegn gagnárasar. Sú árás hefur skilað árangri og um leið birtist hermönnum og blaðamönnum sviðin jörð sem Rússaher skilur eftir sig. Íbúar í bænum Kreshchenivka lýsa því í samtali við breska ríkisútvarpið að hermenn Rússa hafi sagt við þau að þeir væru frelsarar héraðsins og bæjarins. Annað kom á daginn. „Rússarnir hófu bara að ræna okkur,“ segir Fedir, íbúi í Kreshchenivka, í samtali við BBC. Hann segir hermenn hafa tekið bíl hans, húsgögn og rúmdýnur. Nánast hvert einasta hús á götu hans er eyðilagt. Þessi 69 ára gamli viðmælandi býr í suðurhluta Kherson sem Úkraínumenn náðu á sitt vald í upphafi októbermánaðar. „Mér er illt í höfðinu eftir allar sprengingarnar, við dóum næstum því úr hungri á fyrstu mánuðum stríðsins.“ Sögur líkt og þær frá íbúum Kreshchenivka minna á að á bak við hverja sprengdu borg í Úkraínu eru íbúar sem hafa orðið fyrir ólýsanlegu tjóni, ástvinamissi og áfalli. Í bænum er ekkert rafmagn eða vatn og íbúar reiða sig á matargjafir. Blaðamenn BBC lýsa því að akrarnir í kringum bæinn, þar sem áður var ræktað korn og vatnsmelónur, séu doppóttar að sjá en það sé vegna sprengja sem hafi ekki sprungið í mjúkum jarðveginum. Lesa má umfjöllun og viðtöl BBC í Kreshchenivka í heild sinni hér. Úkraínskir hermenn heilsa uppa á hunda í suðurhluta Kherson, sem Úkraínuher hefur endurheimt á síðustu vikum.getty Setið um Kherson-borg Guardian greinir frá því að leppstjórn Rússa í höfuðstað héraðsins, Kherson, hafi lýst því að mikill fjöldi óbreyttra borgara hefðu flúið borgina. Þeir hafi einnig hvatt íbúa til að taka með sér viðkvæm gögn og koma sér frá borginni. Samkvæmt hugveitunni Institute for the Study of War er það merki um að ekki sé búist við skjótri endurkomu íbúa til borgarinnar. Þetta sé gert til að koma höggi á „innviði og efnahag borgarinnar til lengri tíma,“ eins og það er orðað. Úkraínuher hefur lýst því yfir að þeim hafi tekist að frelsa hersveitir sínar í kringum Kherson-borg. Borgin er eina borgin vestan bakka Dnipro-ár sem Rússar náðu á sitt vald eftir innrásina. Nú hefur staða Rússa í Kherson versnað yfir nokkurra vikna skeið. Á tímabili virtust Kremlverjar ætla sér að að halda borginni á sínu valdi og kölluðu til um 20 þúsund hermenn til að verja borgina. Árangur Úkraínumanna á norðurhluta víglínunnar virðist hins vegar hafa orðið til þess að Rússum hefur snúist hugur. Í frétt Guardian er talið Rússar geti ekki haldið hersveitum sínum, vestar Dnipró-ár, gangandi mikið lengur. Með því sé teygt um of á herliði Rússa. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst yfir áhyggjum af því að Rússar muni sprengja stóra vatnsaflsstíflu við Nova Kakhovka, skammt frá Kherson. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varaði á föstudag við því að tveimur vörubílum fullum af sprengiefni hefði verið komið fyrir ofan 30 metra háa veggi stíflunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Íbúar í bænum Kreshchenivka lýsa því í samtali við breska ríkisútvarpið að hermenn Rússa hafi sagt við þau að þeir væru frelsarar héraðsins og bæjarins. Annað kom á daginn. „Rússarnir hófu bara að ræna okkur,“ segir Fedir, íbúi í Kreshchenivka, í samtali við BBC. Hann segir hermenn hafa tekið bíl hans, húsgögn og rúmdýnur. Nánast hvert einasta hús á götu hans er eyðilagt. Þessi 69 ára gamli viðmælandi býr í suðurhluta Kherson sem Úkraínumenn náðu á sitt vald í upphafi októbermánaðar. „Mér er illt í höfðinu eftir allar sprengingarnar, við dóum næstum því úr hungri á fyrstu mánuðum stríðsins.“ Sögur líkt og þær frá íbúum Kreshchenivka minna á að á bak við hverja sprengdu borg í Úkraínu eru íbúar sem hafa orðið fyrir ólýsanlegu tjóni, ástvinamissi og áfalli. Í bænum er ekkert rafmagn eða vatn og íbúar reiða sig á matargjafir. Blaðamenn BBC lýsa því að akrarnir í kringum bæinn, þar sem áður var ræktað korn og vatnsmelónur, séu doppóttar að sjá en það sé vegna sprengja sem hafi ekki sprungið í mjúkum jarðveginum. Lesa má umfjöllun og viðtöl BBC í Kreshchenivka í heild sinni hér. Úkraínskir hermenn heilsa uppa á hunda í suðurhluta Kherson, sem Úkraínuher hefur endurheimt á síðustu vikum.getty Setið um Kherson-borg Guardian greinir frá því að leppstjórn Rússa í höfuðstað héraðsins, Kherson, hafi lýst því að mikill fjöldi óbreyttra borgara hefðu flúið borgina. Þeir hafi einnig hvatt íbúa til að taka með sér viðkvæm gögn og koma sér frá borginni. Samkvæmt hugveitunni Institute for the Study of War er það merki um að ekki sé búist við skjótri endurkomu íbúa til borgarinnar. Þetta sé gert til að koma höggi á „innviði og efnahag borgarinnar til lengri tíma,“ eins og það er orðað. Úkraínuher hefur lýst því yfir að þeim hafi tekist að frelsa hersveitir sínar í kringum Kherson-borg. Borgin er eina borgin vestan bakka Dnipro-ár sem Rússar náðu á sitt vald eftir innrásina. Nú hefur staða Rússa í Kherson versnað yfir nokkurra vikna skeið. Á tímabili virtust Kremlverjar ætla sér að að halda borginni á sínu valdi og kölluðu til um 20 þúsund hermenn til að verja borgina. Árangur Úkraínumanna á norðurhluta víglínunnar virðist hins vegar hafa orðið til þess að Rússum hefur snúist hugur. Í frétt Guardian er talið Rússar geti ekki haldið hersveitum sínum, vestar Dnipró-ár, gangandi mikið lengur. Með því sé teygt um of á herliði Rússa. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst yfir áhyggjum af því að Rússar muni sprengja stóra vatnsaflsstíflu við Nova Kakhovka, skammt frá Kherson. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varaði á föstudag við því að tveimur vörubílum fullum af sprengiefni hefði verið komið fyrir ofan 30 metra háa veggi stíflunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01
Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20