„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 10:28 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Yevgeny Prigozhin, aujöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group. EPA Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28
Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13
Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02