Farbann hálfmáttlaust úrræði að mati vararíkissaksóknara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. október 2022 13:33 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir fátt geta komið í veg fyrir að sakamenn brjóti gegn farbanni og flýi land, sérstaklega á Schengen-svæðinu. Fælingarmáttur úrræðisins sé frekar fólginn í því að fólk almennt vilji ekki vera á flótta undan réttvísinni og þurfa sífellt að vera á varðbergi. vísir/vilhelm Vararíkissaksóknari segir farbann sem úrræði vera hálfmáttlaust ef menn hafa á annað borð í hyggju að flýja land, sérstaklega fyrir sakamenn á Schengen-svæðinu. Fælingarmátturinn felist frekar í því að fólk hafi almennt ekki áhuga á að vera á flótta undan réttvísinni. Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“ Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“
Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54
Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04