Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 14:06 Joe Biden (t.v.) mun ekki eiga sjö dagana sæla vinni repúblikanar meirihluta á þingi í næsta mánuði. Þeir hafa boðað rannsóknir á öllum og öllu sem hann tengist. AP/Manuel Balce Ceneta Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05