Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-ÍR 90-72 | Sanngjarn og öruggur sigur Grindvíkinga gegn sigurlausum ÍR-ingum. Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2022 20:00 Grindavík fór létt með ÍR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann nokkuð auðveldan sigur á ÍR er botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta mættust í kvöld. Lið gestanna mætti þjálfaralaust þar sem Ari Gunnarsson sagði starfi sínu lausu í vikunni. Liðin sem verma tvö neðstu sætin í Subway-deild kvenna, Grindavík og ÍR mættust í HS-orku höllinni í Grindavík í kvöld. Gestirnir sigurlausir og Grindavík aðeins búnar að sigla einum sigri heim. Hlutskipti liðanna hefur þó verið ólíkt þrátt fyrir svipaða stöðu í deildinni. Grindavík í síðustu tveimur leikjum í hörkuséns gegn bæði Val og Keflavík en ÍR-ingar búnar að tapa sínum leikjum með 23 stigum að meðaltali. Fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með Grindavíkursigri en það er gömul saga og ný að það er sjaldnast vænlegt til árangurs fyrir lið að reikna með sigri fyrirfram. Þá var ein óvænt breyta í skipulagi ÍR í kvöld en Ari Gunnarsson þjálfari liðsins sagði starfi sínu lausu í vikunni. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR, hljóp í skarðið en hann hafði náð tveimur æfingum með liðinu fyrir leikinn. ÍR-ingar mættu nokkuð líflegar til leiks og þrátt fyrir að vera að elta allan fyrri hálfleikinn varð munurinn aldrei mikill. Stærðfræðin var þó ekki með þeim í liði framan af, en Grindavík setti 10 þrista í fyrri hálfleik (52 prósent nýting) á móti aðeins 2 hjá ÍR (22 prósent nýting). Staðan 55-41 í hálfleik eftir góðan lokasprett hjá Grindavík og flautuþrist frá Huldu Björk, sem var með 4 þrista í 6 skotum í fyrri hálfleik. Gestirnir voru áfram með lífsmarki í seinni hálfleik, þá sérstaklega Sólrún Sæmundardóttir sem setti sjö stig í 3. leikhluta. En þrátt fyrir góða baráttu ÍR-inga náðu þær aðeins að saxa forskotið niður um 2 stig. Grindvíkingar virtust ætla að gera bara akkúrat nóg til að vinna þennan leik, ekki eyða of mikilli orku og rúlluðu á mörgum leikmönnum miðað við oft áður í vetur. Þær eiga KR í bikarnum á laugardaginn, svo að mögulega voru þær með þann leik á bakvið eyrað og að eiga nóga orku og þrek fyrir þann leik. Í það minnsta fékk Danielle Rodriguez töluvert meiri hvíld í kvöld en framan af hausti. Hún var með 38:31 mínútur að meðaltali í leik fyrir kvöldið, 30:18 í kvöld. Hún var þó ekki í neinni afslöppun á bekknum, mjög lifandi og að hrópa leiðbeiningar inn á völlinn. Þrír þjálfarar á bekknum hjá Grindavík í kvöld. Mögulega var bensínið búið hjá ÍR í 4. leikhluta, eða bensínfóturinn þyngri hjá Grindavík. Heimakonur í það minnsta keyrðu loksins yfir gestina í lokin og sigurinn leit aldrei út fyrir að vera í hættu eftir því sem leið á. Virtist litlu skipta að Elma færi meidd útaf og Dani hvíldi megnið leikhlutanum. Lokatölur 90-72 og nokkuð öruggur sigur í höfn hjá Grindavík. ÍR áttu ágætis spretti í leiknum en voru alltaf að elta. Mögulega mætti tala um batamerki á leik liðsins en sennilega þurfa þær betri Bosman leikmann og mögulega meira afgerandi Kana ef þær ætla ekki að enda með núll sigra í deildinni í vor. Af hverju vann Grindavík? Grindavík gerði bara nákvæmlega það sem þær þurftu til að vinna þennan leik. Héldu ÍR alltaf fjarri og slökktu í öllum neistum hjá gestunum þá sjaldan sem þeir kveiknuðu. Þær hittu líka á góðan skotdag fyrir utan, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum. Fimm leikmenn liðsins rufu 10 stiga múrinn og allir leikmenn fengu að spreyta sig í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Danielle Rodriguez tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu, endaði með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir kom öflug inn af bekknum og setti 5 þrista og þá setti Hulda Björk Ólafsdóttir fyrirliði annað eins. Hjá gestunum átti fyrirliðinn Sólrún Sæmundsdóttir ágætan leik og var stigahæst þeirra með 15 stig. Aníka Lind Hjálmarsdóttir kom næst með 14. Erlendu leikmennirnir tveir, Jamie Cherry og Greeta Uprus komu þar í humátt á eftir með 12 og 13 stig, en ÍR þurfa miklu meira framlag frá þeim sóknarlega ef þær ætla sér að gera eitthvað í þessari deild. Hvað gekk illa? Jafnvel og Grindavík skaut fyrir utan þá vildi ekkert ofan í hjá ÍR sem settu aðeins fjóra þrista í leiknum. Það stoppaði þær þó ekkert í að skjóta þeim, sérstaklega ekki Greeta Uprus, sem tók 10 þriggjastigaskot í leiknum en aðeins eitt þeira rataði ofan í. Þá gekk leikmönnum beggja liða illa að halda sig réttu megin við línuna sem dómararnir settu í kvöld, en bæði lið fengu á sig 25 villur hvort, og þrír leikmenn ÍR kláruðu kvótann og fengu 5 villur. Hvað gerist næst? Grindavík er þá loks búið að sækja sigur númer tvö í deildinni og geta varpað öndinni ögn léttar. Þær eiga leik í deildinni næst á útivelli gegn Fjölni 2. nóvember en í millitíðinni eiga þær leik í bikarnum, einnig á útivelli, gegn 1. deildarliði KR á laugardaginn. ÍR sitja stigalausar á botninn og eiga leik heima gegn Haukum næst í deildinni, en taka þó fyrst á móti 1. deildarliði Ármanns, laugardaginn 29. næstkomandi. Það vantar kannski smá trú. Um leið og hún kemur þá er allt hægt Baldur Már Stefánsson [til hægri] stýrði ÍR í kvöld.ÍR Baldur Már Stefánsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR, tók að sér hlutverk aðalþjálfara kvennaliðsins í kvöld eftir að Ari Gunnarsson sagði upp störfum í vikunni. Hans beið ekki auðvelt verkefni í kvöld þegar liðið sótti Grindavík heim og viðurkenndi að leikurinn hefði verið ansi erfiður á köflum, en það hefði svosem verið viðbúið. „Þetta var alveg ströggl en kannski miðað við stöðuna í deildinni mátti alveg gera ráð fyrir því. En ég er bara stoltur af stelpunum, þær börðust og lögðu sig allar fram. Ef Grindavík hefði ekki verið að hitta svona hrikalega vel í fyrri hálfleik hefði sennilega verið jafnt í hálfleik. Svo vissulega springum við aðeins í restina og misstum þær aðeins frá okkur aftur.“ Það voru margar villur flautaðar í kvöld og þrír leikmenn ÍR fengu fimm villur. Fannst Baldri eitthvað halla á hans lið í dómgæslunni? „Nei nei, það er alltaf einhver einn og einn dómur og maður getur alltaf eitthvað tuðað og örugglega eins hinumegin. Ég ætla ekki að kvarta neitt yfir því.“ Baldur var spurður út í það hvort það væri eitthvað til umræðu að hrista eitthvað upp í leikmannahópnum fyrir framhaldið, en gat þó litlu svarað um það og setti það verkefni á herðar næsta þjálfara liðsins. „Nú ertu eiginlega bara að spyrja rangan mann. Ég hugsa að fyrsta skrefið sé nú bara að ráða þjálfara, einhvern færari en mig að klára þetta verkefni. Svo er það bara væntanlega bara nýr þjálfari sem tekur ákvörðun um það.“ Það má þá slá því föstu að Baldur sé ekki meðal umsækjenda um þjálfarastöðuna? „Ég er náttúrulega með karlaliðinu og í fullu starfi sem kennari. Ég held ég láti það duga en það var vissulega hrikalega gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta er hópur sem getur vel spilað körfubolta og margt gott hægt að gera þarna.“ Baldur var nokkuð bjartsýnn þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Hann tók undir að það væru margir leikmenn í hópnum sem ættu töluvert inni og gætu vel skilað liðinu lengra í vetur. „Já já já! Það vantar kannski smá trú. Um leið og hún kemur þá er allt hægt.“ Vonandi er þetta það sem koma skal Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Það var þungu fargi létt af Þorleifi Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Öruggur 18 stiga sigur niðurstaðan. Má segja að Grindavík hafi gert bara nákvæmlega það sem þurfti til að fara með sigur af hólmi? „Já það var svolítið svoleiðis. Þú bara orðaðir þetta hárrétt, við bara gerðum nákvæmlega það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þægilegur sigur í restina, ÍR að spila vel og þetta var erfið fæðing.“ Nú er stutt í næsta leik, sem er bikarleikur gegn KR á laugardaginn. Var þjálfarateymið með þann leik á bakvið eyrað og með plön um að hvíla leikmenn og dreifa álaginu? „Nei alls ekki. Ég pældi í því fyrir leik að dreifa álaginu á leikmennina og gerði bara svolítið snemma. Það kannski skilaði sér í restina, við vorum með fína orku til að klára þetta.“ Grindvíkingar fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld, þar sem fimm þeirra skiluðu tveggja stafa tölu í stigaskori. Er sigurformúlan fundin í Grindavík? „Ég veit það ekki, vonandi. Eigum við ekki að segja það? Við vorum að láta boltann ganga vel eins og við höfum verið að gera og fá opin skot sem við höfum verið að gera, en þau voru kannski að detta núna og sóknarlega gekk allt vel. Vonandi er þetta það sem koma skal.“ Elma Dautovic fór meidd útaf undir lok leiks þar hún lenti á fæti annars leikmanns og virtist snúa sig nokkuð illa, var í það minnsta borin af velli sárþjáð. Er komin einhver bráðabirgða greining frá sjúkraþjálfaranum á þeim meiðslum? „Lítur ekki illa út en á eftir að koma í ljós, vonandi verður þetta bara ekki mikið.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík ÍR Körfubolti
Grindavík vann nokkuð auðveldan sigur á ÍR er botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta mættust í kvöld. Lið gestanna mætti þjálfaralaust þar sem Ari Gunnarsson sagði starfi sínu lausu í vikunni. Liðin sem verma tvö neðstu sætin í Subway-deild kvenna, Grindavík og ÍR mættust í HS-orku höllinni í Grindavík í kvöld. Gestirnir sigurlausir og Grindavík aðeins búnar að sigla einum sigri heim. Hlutskipti liðanna hefur þó verið ólíkt þrátt fyrir svipaða stöðu í deildinni. Grindavík í síðustu tveimur leikjum í hörkuséns gegn bæði Val og Keflavík en ÍR-ingar búnar að tapa sínum leikjum með 23 stigum að meðaltali. Fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með Grindavíkursigri en það er gömul saga og ný að það er sjaldnast vænlegt til árangurs fyrir lið að reikna með sigri fyrirfram. Þá var ein óvænt breyta í skipulagi ÍR í kvöld en Ari Gunnarsson þjálfari liðsins sagði starfi sínu lausu í vikunni. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR, hljóp í skarðið en hann hafði náð tveimur æfingum með liðinu fyrir leikinn. ÍR-ingar mættu nokkuð líflegar til leiks og þrátt fyrir að vera að elta allan fyrri hálfleikinn varð munurinn aldrei mikill. Stærðfræðin var þó ekki með þeim í liði framan af, en Grindavík setti 10 þrista í fyrri hálfleik (52 prósent nýting) á móti aðeins 2 hjá ÍR (22 prósent nýting). Staðan 55-41 í hálfleik eftir góðan lokasprett hjá Grindavík og flautuþrist frá Huldu Björk, sem var með 4 þrista í 6 skotum í fyrri hálfleik. Gestirnir voru áfram með lífsmarki í seinni hálfleik, þá sérstaklega Sólrún Sæmundardóttir sem setti sjö stig í 3. leikhluta. En þrátt fyrir góða baráttu ÍR-inga náðu þær aðeins að saxa forskotið niður um 2 stig. Grindvíkingar virtust ætla að gera bara akkúrat nóg til að vinna þennan leik, ekki eyða of mikilli orku og rúlluðu á mörgum leikmönnum miðað við oft áður í vetur. Þær eiga KR í bikarnum á laugardaginn, svo að mögulega voru þær með þann leik á bakvið eyrað og að eiga nóga orku og þrek fyrir þann leik. Í það minnsta fékk Danielle Rodriguez töluvert meiri hvíld í kvöld en framan af hausti. Hún var með 38:31 mínútur að meðaltali í leik fyrir kvöldið, 30:18 í kvöld. Hún var þó ekki í neinni afslöppun á bekknum, mjög lifandi og að hrópa leiðbeiningar inn á völlinn. Þrír þjálfarar á bekknum hjá Grindavík í kvöld. Mögulega var bensínið búið hjá ÍR í 4. leikhluta, eða bensínfóturinn þyngri hjá Grindavík. Heimakonur í það minnsta keyrðu loksins yfir gestina í lokin og sigurinn leit aldrei út fyrir að vera í hættu eftir því sem leið á. Virtist litlu skipta að Elma færi meidd útaf og Dani hvíldi megnið leikhlutanum. Lokatölur 90-72 og nokkuð öruggur sigur í höfn hjá Grindavík. ÍR áttu ágætis spretti í leiknum en voru alltaf að elta. Mögulega mætti tala um batamerki á leik liðsins en sennilega þurfa þær betri Bosman leikmann og mögulega meira afgerandi Kana ef þær ætla ekki að enda með núll sigra í deildinni í vor. Af hverju vann Grindavík? Grindavík gerði bara nákvæmlega það sem þær þurftu til að vinna þennan leik. Héldu ÍR alltaf fjarri og slökktu í öllum neistum hjá gestunum þá sjaldan sem þeir kveiknuðu. Þær hittu líka á góðan skotdag fyrir utan, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum. Fimm leikmenn liðsins rufu 10 stiga múrinn og allir leikmenn fengu að spreyta sig í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Danielle Rodriguez tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu, endaði með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir kom öflug inn af bekknum og setti 5 þrista og þá setti Hulda Björk Ólafsdóttir fyrirliði annað eins. Hjá gestunum átti fyrirliðinn Sólrún Sæmundsdóttir ágætan leik og var stigahæst þeirra með 15 stig. Aníka Lind Hjálmarsdóttir kom næst með 14. Erlendu leikmennirnir tveir, Jamie Cherry og Greeta Uprus komu þar í humátt á eftir með 12 og 13 stig, en ÍR þurfa miklu meira framlag frá þeim sóknarlega ef þær ætla sér að gera eitthvað í þessari deild. Hvað gekk illa? Jafnvel og Grindavík skaut fyrir utan þá vildi ekkert ofan í hjá ÍR sem settu aðeins fjóra þrista í leiknum. Það stoppaði þær þó ekkert í að skjóta þeim, sérstaklega ekki Greeta Uprus, sem tók 10 þriggjastigaskot í leiknum en aðeins eitt þeira rataði ofan í. Þá gekk leikmönnum beggja liða illa að halda sig réttu megin við línuna sem dómararnir settu í kvöld, en bæði lið fengu á sig 25 villur hvort, og þrír leikmenn ÍR kláruðu kvótann og fengu 5 villur. Hvað gerist næst? Grindavík er þá loks búið að sækja sigur númer tvö í deildinni og geta varpað öndinni ögn léttar. Þær eiga leik í deildinni næst á útivelli gegn Fjölni 2. nóvember en í millitíðinni eiga þær leik í bikarnum, einnig á útivelli, gegn 1. deildarliði KR á laugardaginn. ÍR sitja stigalausar á botninn og eiga leik heima gegn Haukum næst í deildinni, en taka þó fyrst á móti 1. deildarliði Ármanns, laugardaginn 29. næstkomandi. Það vantar kannski smá trú. Um leið og hún kemur þá er allt hægt Baldur Már Stefánsson [til hægri] stýrði ÍR í kvöld.ÍR Baldur Már Stefánsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR, tók að sér hlutverk aðalþjálfara kvennaliðsins í kvöld eftir að Ari Gunnarsson sagði upp störfum í vikunni. Hans beið ekki auðvelt verkefni í kvöld þegar liðið sótti Grindavík heim og viðurkenndi að leikurinn hefði verið ansi erfiður á köflum, en það hefði svosem verið viðbúið. „Þetta var alveg ströggl en kannski miðað við stöðuna í deildinni mátti alveg gera ráð fyrir því. En ég er bara stoltur af stelpunum, þær börðust og lögðu sig allar fram. Ef Grindavík hefði ekki verið að hitta svona hrikalega vel í fyrri hálfleik hefði sennilega verið jafnt í hálfleik. Svo vissulega springum við aðeins í restina og misstum þær aðeins frá okkur aftur.“ Það voru margar villur flautaðar í kvöld og þrír leikmenn ÍR fengu fimm villur. Fannst Baldri eitthvað halla á hans lið í dómgæslunni? „Nei nei, það er alltaf einhver einn og einn dómur og maður getur alltaf eitthvað tuðað og örugglega eins hinumegin. Ég ætla ekki að kvarta neitt yfir því.“ Baldur var spurður út í það hvort það væri eitthvað til umræðu að hrista eitthvað upp í leikmannahópnum fyrir framhaldið, en gat þó litlu svarað um það og setti það verkefni á herðar næsta þjálfara liðsins. „Nú ertu eiginlega bara að spyrja rangan mann. Ég hugsa að fyrsta skrefið sé nú bara að ráða þjálfara, einhvern færari en mig að klára þetta verkefni. Svo er það bara væntanlega bara nýr þjálfari sem tekur ákvörðun um það.“ Það má þá slá því föstu að Baldur sé ekki meðal umsækjenda um þjálfarastöðuna? „Ég er náttúrulega með karlaliðinu og í fullu starfi sem kennari. Ég held ég láti það duga en það var vissulega hrikalega gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta er hópur sem getur vel spilað körfubolta og margt gott hægt að gera þarna.“ Baldur var nokkuð bjartsýnn þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Hann tók undir að það væru margir leikmenn í hópnum sem ættu töluvert inni og gætu vel skilað liðinu lengra í vetur. „Já já já! Það vantar kannski smá trú. Um leið og hún kemur þá er allt hægt.“ Vonandi er þetta það sem koma skal Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Það var þungu fargi létt af Þorleifi Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Öruggur 18 stiga sigur niðurstaðan. Má segja að Grindavík hafi gert bara nákvæmlega það sem þurfti til að fara með sigur af hólmi? „Já það var svolítið svoleiðis. Þú bara orðaðir þetta hárrétt, við bara gerðum nákvæmlega það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þægilegur sigur í restina, ÍR að spila vel og þetta var erfið fæðing.“ Nú er stutt í næsta leik, sem er bikarleikur gegn KR á laugardaginn. Var þjálfarateymið með þann leik á bakvið eyrað og með plön um að hvíla leikmenn og dreifa álaginu? „Nei alls ekki. Ég pældi í því fyrir leik að dreifa álaginu á leikmennina og gerði bara svolítið snemma. Það kannski skilaði sér í restina, við vorum með fína orku til að klára þetta.“ Grindvíkingar fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld, þar sem fimm þeirra skiluðu tveggja stafa tölu í stigaskori. Er sigurformúlan fundin í Grindavík? „Ég veit það ekki, vonandi. Eigum við ekki að segja það? Við vorum að láta boltann ganga vel eins og við höfum verið að gera og fá opin skot sem við höfum verið að gera, en þau voru kannski að detta núna og sóknarlega gekk allt vel. Vonandi er þetta það sem koma skal.“ Elma Dautovic fór meidd útaf undir lok leiks þar hún lenti á fæti annars leikmanns og virtist snúa sig nokkuð illa, var í það minnsta borin af velli sárþjáð. Er komin einhver bráðabirgða greining frá sjúkraþjálfaranum á þeim meiðslum? „Lítur ekki illa út en á eftir að koma í ljós, vonandi verður þetta bara ekki mikið.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum