Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 22:33 Rúnar Steinn saknar leikskólans. bjarni einarsson Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira