Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 07:34 Rishi Sunak þegar hann ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í fyrra sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Vísir/EPA Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA
Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42