Neanderdalsfjölskylda finnst í fyrsta sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. október 2022 14:00 Þrettán Neanderdalsmenn fundust í Síberíu. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Mike Kemp Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins. Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum. Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum.
Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34