Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 09:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42