Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 21:43 Kjósendur skila atkvæðisínu á rafrænar kosningavélar. AP/Armando Franca Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. Kjörstöðum var lokað nú klukkan átta á íslenskum tíma og stóð val Brasilíumanna á milli Jair Bolsonaro, núverandi forseta Brasilíu og Luiz Inacio Lula da Silva, sem kallaður er Lula. Lula er fyrrverandi forseti Brasilíu, gegndi embætti frá 2003 til 2010 og er vinstra megin á pólitíska ásnum. Mótframbjóðandi hans Bolsonaro hefur gegnt embætti frá árinu 2019 og telst hægra megin. Bolsonaro (t.v.) og Lula da Silva við kjörstað fyrr í dag.AP/Silvia Izquierdo, Andre Penner Bolsonaro er sagður hafa lofað mikilli beygju til hægri í Brasilíu hljóti hann enn umboð Brasilíumanna á meðan Lula hafi lofað að frekari ábyrgð yrði tekin í velferðar- og umhverfismálum. Mun megi einnig sjá á frambjóðendunum þegar kemur að viðhorfi gagnvart tíma endurvakningar lýðræðis í Brasilíu árið 1985. Lula er sagður hafa barist fyrir lýðræðinu en Bolsonaro minnist fyrri einræðsstjórn með fortíðarþrá. Þessu greinir Reuters frá. Búist var við því að um 120 milljónir Brasilíumanna myndu nýta kosningarétt sinn en þó hefur spurningum verið varpað fram varðandi bælingu mætingar á kjörstað. Alríkisumferðarlögreglan, sem sögð er hliðholl Bolsonaro á að hafa búið til vegatálma fyrir kjósendur sem voru á leið á kjörstað í þeim hverfum sem Lula nýtur mikils stuðnings. Það er sérstaklega í fátækari hverfum norðaustur Brasilíu. Meðlimur Brasilíska kjördómarins neiti því að bæling á kjörsókn stuðningsfólks Lula hafi átt sér stað en meint atvik verði rannsökuð. Nýjustu tölur virðast sýna að Bolsonaro leiði kosningarnar með 0,6 prósenta mun. Brasilía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Kjörstöðum var lokað nú klukkan átta á íslenskum tíma og stóð val Brasilíumanna á milli Jair Bolsonaro, núverandi forseta Brasilíu og Luiz Inacio Lula da Silva, sem kallaður er Lula. Lula er fyrrverandi forseti Brasilíu, gegndi embætti frá 2003 til 2010 og er vinstra megin á pólitíska ásnum. Mótframbjóðandi hans Bolsonaro hefur gegnt embætti frá árinu 2019 og telst hægra megin. Bolsonaro (t.v.) og Lula da Silva við kjörstað fyrr í dag.AP/Silvia Izquierdo, Andre Penner Bolsonaro er sagður hafa lofað mikilli beygju til hægri í Brasilíu hljóti hann enn umboð Brasilíumanna á meðan Lula hafi lofað að frekari ábyrgð yrði tekin í velferðar- og umhverfismálum. Mun megi einnig sjá á frambjóðendunum þegar kemur að viðhorfi gagnvart tíma endurvakningar lýðræðis í Brasilíu árið 1985. Lula er sagður hafa barist fyrir lýðræðinu en Bolsonaro minnist fyrri einræðsstjórn með fortíðarþrá. Þessu greinir Reuters frá. Búist var við því að um 120 milljónir Brasilíumanna myndu nýta kosningarétt sinn en þó hefur spurningum verið varpað fram varðandi bælingu mætingar á kjörstað. Alríkisumferðarlögreglan, sem sögð er hliðholl Bolsonaro á að hafa búið til vegatálma fyrir kjósendur sem voru á leið á kjörstað í þeim hverfum sem Lula nýtur mikils stuðnings. Það er sérstaklega í fátækari hverfum norðaustur Brasilíu. Meðlimur Brasilíska kjördómarins neiti því að bæling á kjörsókn stuðningsfólks Lula hafi átt sér stað en meint atvik verði rannsökuð. Nýjustu tölur virðast sýna að Bolsonaro leiði kosningarnar með 0,6 prósenta mun.
Brasilía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira