Lula kjörinn forseti Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 23:32 Hér má sjá Lula heilsa stuðningsfólki sínu eftir að hann mætti á kjörstað fyrr í dag. AP/Andre Penner Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við. Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við.
Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43